|
|
Rannsóknin
Elín Edda Sigurðardóttir læknanemi og Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í samstarfi við Karólinska háskólann, National Institutes of Health og Memorial Sloan Kettering, birtu 5. mars 2015 rannsókn byggða á BS-verkefni Elínar Eddu í JAMA Oncology. Rannsóknin, „The Role of Diagnosis and Clinical Follow-up of Monoclonal Gammopathy of Undetermined Significance on Survival in Multiple Myeloma“ nær til rúmlega 14.000 mergæxlissjúklinga og voru áhrif fyrri vitneskju um forstig mergæxlis, einstofna góðkynja mótefnahækkun (MGUS), á horfur mergæxlissjúklinga metin. Í ljós koma að sjúklingar með fyrri sögu um MGUS höfðu marktækt betri lífslíkur. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að fylgja eftir sjúklingum með forstig sjúkdómsins til að unnt sé að hefja meðferð um leið og þörf er á.
Rannsóknin hlaut hvatningarstyrk Vísindasjóðs Landspítala.
Rannsóknin hlaut hvatningarstyrk Vísindasjóðs Landspítala.