Um þessar mundir er unnið að þróun greiningartækis sem leiðir til skilvirkari móttöku og þjónustu við aldraða á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Ég bind miklar vonir við þróun þess sem og til annars framfarastarfs sem hér er sannarlega unnið á degi hverjum“, segir Páll Matthíasson í forstjórapistli þar sem hann vekur athygli á vísindastarfi á Landspítala og Bráðadeginum 2015 sem er í dag, 6. mars. Þar hefur sjónum verið beint að bráðaþjónustu fyrir börn og aldraða á 21. öldinni.
Leit
Loka