Tilkynning um rannsókn á áhrifum Metformins:
Hefur þú verið með óreglulegar blæðingar eða PCOS?
Kvennadeild Landspítala er einn margra staða sem nú tekur þátt í stórri alþjóðlegri rannsókn sem gengur út á að rannsaka áhrif lyfsins Metformins á sein fósturlát og tíðni fyrirburafæðinga ásamt fylgikvillum hjá þunguðum konum með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS). Rannsóknin hefur verið í gangi frá 2013 og stefnt að því ljúka henni 2017.
Þú getur tekið þátt ef þú ert með PCOS, þunguð með einbura og gengin skemur en 13 vikur og ert á aldrinum 18-45 ára .
Þú getur ekki tekið þátt ef þú ert með sykursýki, lifrar eða nýrnasjúkdóm.
- Ef þú hefur áhuga vinsamlega sendu póst á pcos@landspitali.is eða hafðu samband við fósturgreiningardeild í síma 543 3256.
Berglind Steffensen, sérfræðingur fæðingarteymis og ábyrgðarmaður rannsóknar