Bráðadagurinn er árleg ráðstefna bráðamóttöku Landspítala sem verður haldinn þann 6. mars að Hótel Natúra.
Þema dagsins í ár er: „Börn og aldraðir – Bráðaþjónusta á 21. öldinni“
Dagskrá
Áskoranir í bráðaþjónustu geta falist í því hver sjúklingurinn er. Mat og meðferð bráðveikra sjúklinga má yfirleitt nálgast út frá almennu viðurkenndu verklagi en þó eru hópar og einstaklingar sem bregða út af norminu, sýna óvanaleg einkenni eða bregðast ekki við venjubundinni meðferð sem skyldi. Þema Bráðadagsins 2015 var valið með slíka hópa í huga. Börn og aldraðir hafa þörf á sérstakri nálgun í heilbrigðisþjónustu og að úrræði séu sérsniðin að þeirra þörfum.
Erlendir gestir ráðstefnunnar verða þeir dr. Samir Sinha,öldrunarlæknir frá Mount Sinai og the University Health Network Hospitals í Toronto, sem staðið hefur framarlega í rannsóknum um þarfir aldraða á bráðamóttökum og dr. Paul Leonard, bráðalæknir og yfirlæknir, sem tekið hefur þátt í uppbyggingu sérhæfðar bráðamóttöku barna í NHS Lothian í Edinborg.
Bráðadagurinn hefur undanfarin ár öðlast sess sem þverfagleg ráðstefna í bráðafræðum, innsendum ágripum fjölgar ár frá ári og ráðstefnuritið er orðið ómissandi og mikilvæg heimild í bráðafræðum.
Í ár verða 26 ágrip frá íslenskum fræðimönnum birt með erindum og veggspjöldum, ágrip sem endurspegla nýjustu þekkingu og þróun í bráðaþjónustu á Íslandi á 21. öldinni.
Þar má nefna:
- Rannsóknir um sjúkraflug til Landspítala
- Öryggi barna í innkaupakörfum
- Banaslys í umferðinni í 100 ár
- Reiðhjólaslys barna
- Forgangsröðun þjónustu til aldraðra
- Slys á öldruðum
- Má mylja lyf aldraðra?