Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær gaf á dögunum Laugarásnum, meðferðardeild á geðsviði Landspítala, ýmsan búnað til líkamsræktar. Með þessari gjöf hefur Rótarýklúbburinn lagt grunn að aðstöðu sem mun nýtast þjónustuþegum deildarinnar til að efla líkamlegt heilbrigði.
Laugarásinn þjónustar unga einstaklinga með geðrofssjúkdóma en hreyfing og efling á heilbrigðum lífstíl er einn af meginþáttum starfseminnar. Rótarýklúbburinn hefur verið dyggur stuðningsaðili Laugarássins og hefur þannig veitt ýmsum verkefnum í starfseminni brautargengi.