Frá framkvæmdastjórn Landspítala:
Áfram er álag mikið á Landspítala og allar legudeildir fullar. Framkvæmdastjórn fundaði fyrr í dag, miðvikudag 25. febrúar 2015, og leitað hefur verið fulltingis sjúkrahúsa í nágrenni Reykjavíkur. Sólarhringsopnun verður á dagdeild og völdum skurðaðgerðum frestað. Fjöldi þeirra sem leita á bráðamóttökur er vel yfir meðallagi áfram og hefur verið brugðist við því með því að styrkja mönnun á deildinni.
Landspítali ítrekar að þeir sem telja sig í bráðri þörf fyrir þjónustu Landspítala leiti á bráðamóttökuna, öllum bráðatilvikum er sinnt en aðrir geta búist við töfum á þjónustu. Fylgst er náið með þróun mála og framkvæmdastjórn fundar aftur á morgun eða fyrr, ef þörf krefur