Líf, styrktarfélag kvennadeildar, leggur 24 milljónir króna til endurbóta á móttöku á 1. hæð kvennadeildahússins á Landspítala Hringbraut en heildarkostnaður er áætlaður 64 milljónir. Fulltrúar Lífs og Landspítala undirrituðu samstarfssamning þess efnis 9. febrúar 2015.
Markmið verkefnsins er að bæta mótttöku kvennadeildar og setja upp aðgerðarstofu fyrir minni aðgerðir. Lögð er áhersla á að gera anddyrið fallegt og að það bjóði fólk velkomið í húsið. Tveir mótttökuritarar munu bjóða fólk velkomið og leiðbeina um húsið, hvort sem um að ræða gesti eða sjúklinga. Hönnuðir vinna í samvinnu við arkitekta Landspítala að heildarútliti og merkingum þannig að þjónustan verði aðgengileg og verður unnið í anda upplifunarhönnunar.