Díana Óskarsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri röntgendeildar frá og með 9. febrúar 2015.
Díana er með BSc gráðu og viðbótarnám frá Tækniskólanum, auk þess sem hún hefur lokið námi í stjórnun og rekstri heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun HÍ í samvinnu við norrænan heilbrigðisskóla, og meistaragráðu (MPH) í lýðheilsuvísindum við læknadeild HÍ. Hún hefur starfsreynslu frá Landspítala og fyrirrennara hans, Borgarspítalanum, auk þess að hafa starfað sem geislafræðingur á tveimur sjúkrahúsum á landsbyggðinni, hjá Geislavörnum ríkisins og nú síðast hjá Hjartavernd. Þá hefur hún leitt námsbraut í geislafræði við læknadeild Háskóla Íslands undanfarin 10 ár.