Gleym mér ei styrktarfélag hefur fært kvenna- og barnasviði Landspítala kælivöggu með tilheyrandi búnaði í anda þess sem félagsskapurinn stendur fyrir en hann heldur utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu eða í eða eftir fæðingu. Gjöfin var afhent 5. febrúar 2015.
Gleym mér ei styrktarfélag hóf söfnun þann 15. október 2014 fyrir kælivöggu fyrir andvana börn og lagði fjöldi fólks málefninu lið. Sá dagur er ár hvert tileinkaður missi á meðgöngu og barnamissi.