Þetta er snjalltæki með nýjustu sjónvarpstækni, hefur til dæmis tæknilega burði til að sækja efnið á Netið.
Tilefni gjafarinnar var það að fyrir jólin var á deildinni Ingi Stein Agnarsson sem þótti mikið vanta á að sjúklingarnir gætu horft á sjónvarpsdagskrár í sómasamlegum tækjum. Sjálfur keypti hann nýlega sjónvarp hjá Elkó og óskaði eftir því í leiðinni að fyrirtækið færði taugalækningadeildinni eins sjónvarpstæki. Elkómenn létu ekki segja sér það tvisvar og Sófus Hafsteinsson, verslunarstjóri í Elkó í Lindum, mætti með risastórt tæki á deildina 4. febrúar 2015 sem gjöf frá fyrirtækinu. Bæði sjúklingar og starfsmenn eru himinlifandi.
Elkó kom með sómasamlegt sjónvarpstæki
Elkó hefur fært taugalækningadeild B2 í Fossvogi að gjöf fimmtíu tommu Sharp sjónvarpstæki. Það hefur leyst af hólmi gamalt og mun minna sjónvarp í setustofu sjúklinga.