Davíð er sérfræðingur í lyflækningum, hjartalækningum og heilbrigðisstjórnun. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og var við sérfræðinám við University of Iowa í Bandaríkjunum í lyflækningum, hjartalækningum og raflífeðlisfræði hjartans. Hann hefur lokið doktorsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur ennfremur lokið bandarískum sérfræðiprófum í lyflækningum og hjartalækningum. Hann hefur verið yfirlæknir Hjartagáttar og var um skeið framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. Hann er klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann vísindarannsóknir snúa aðallega að takttrufluninni gáttatifi.
Davíð O. Arnar settur yfirlæknir hjartalækninga
Davíð O. Arnar hefur verið settur yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala frá 1. febrúar 2015 í leyfi Gests Þorgeirssonar. Jafnframt hefur Karl Andersen verið settur yfirlæknir Hjartagáttar, í stað Davíðs, frá sama tíma.