Nýr vefur Barnaspítala Hringsins var opnaður 26. janúar 2015 á 111 ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins. Vefurinn hefur slóðina www.barnaspitali.is og var opnaður á afmælissamkomu í Hringsal að viðstöddum fjölda Hringskvenna. Þar var Hringskonum líka sýndur hluti tækjabúnaður sem keyptur hefur verið fyrir framlög þeirra. Á 110 ára afmælinu fyrir réttu ári gáfu þær barnaspítalanum 110 milljónir króna.
Í afmælishófinu fluttu ávörp Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala.
Við gerð vefsins var lögð áhersla á að hafa hann myndrænan og að efni á honum nái vel til barna, unglinga og foreldra. Vefinn opnuðu Guðrún Jörgensen Hringskona og Friðrik Ernisson, ungur skjólstæðingur barnspítalans.