Sjá nánar
í eftirfarandi fréttatilkynningu IKEA:
Yfir 1,5 milljarður til eflingar menntunar
Milljónir viðskiptavina IKEA um allan heim tóku þátt í Mjúkdýraleiðangrinum í lok síðasta árs og söfnuðu þannig 10,1 milljón evra, eða jafngildi um 1.550 milljóna íslenskra króna, til eflingar menntunar með því að kaupa mjúkdýr og barnabækur í IKEA.
Fyrir hvert mjúkdýr eða barnabók sem seldist í IKEA í nóvember og desember, gefur IKEA Foundation eina evru til verkefna Save the Children og UNICEF, sem ætlað er að efla menntun.
Í verslun IKEA á Íslandi söfnuðust 10.611 evrur, eða 1.625.605 íslenskar krónur. Eins og undanfarin ár bauðst viðskiptavinum einnig að gefa tvisvar með því að láta mjúkdýrið í söfnunarkassa í versluninni. Þar söfnuðust tæplega 400 mjúkdýr sem renna til Barnaspítala Hringsins þar sem þau koma til með að gleðja skjólstæðinga spítalans. Það er starfsfólki IKEA á Íslandi mikil ánægja að fá að afhenda Barnaspítalanum þessi mjúkdýr fyrir hönd viðskiptavina.
Áhrifamikið samstarf IKEA Foundation og hjálparstofnana
Fjármagnið sem safnast í Mjúkdýraleiðangrinum er nýtt til að þjálfa kennara, bæta öryggi barnanna, kaupa skólagögn og efla skólasókn í fátækustu samfélögum heimsins.
UNICEF mun nota fjárframlög þessa árs til að fjármagna Schools for Africa verkefnið í átta löndum og Schools for Asia verkefnið í Kína. Hlutur Save the Children rennur til eflingar menntunar fatlaðra barna og barna sem tilheyra minnihlutahópum í Asíu og Evrópu.
Fjármunirnir nýtast til margvíslegra verkefna tengdum menntun, og jafnvel hjálpa börnum að halda áfram í skóla eftir áföll. T.d. runnu 880 þúsund evrur af söfnunarfénu í fyrra til eflingar starfs UNICEF í Sierra Leone, þar sem börnum er kennt um fjarskiptabúnað á meðan skólarnir þeirra eru lokaðir vegna smithættu vegna ebóluveirunnar. Féð er líka notað til að veita börnum og fjölskyldum þeirra lífsnauðsynlegar upplýsingar og stuðning.
Máttur menntunar
Hjá IKEA eru börn mikilvægasta fólkið. Við viljum stuðla að velferð þeirra og okkur finnst að öll börn eigi rétt á góðri menntun, hvar í heiminum sem þau búa. Menntun er áhrifaríkasta og skilvirkasta leiðin til að hjálpa börnum að brjótast úr viðjum fátæktar. Áhrifin sem hún getur haft á ungt líf eru gríðarleg. Menntun hefur bein áhrif á velferð, allt frá betri heilsu að auknum tækifærum. Hún færir börnum líka þekkinguna, hæfnina og sjálfstraustið sem þau þurfa til að skapa sér betri framtíð. Þegar barn sækir skóla breytir það ekki aðeins stefnunni í lífi sínu, heldur lífi komandi kynslóða líka.