Fagráð iðjuþjálfa á Landspítala, í samvinnu við Iðjuþjálfafélag Íslands, hélt tvö þriggja daga námskeið dagana 7.-9. og 14.-16. janúar 2015.
Námskeiðin sóttu 38 iðjuþjálfar víðs vegar að af landinu, þar af 13 frá Landspítala. Á fyrra námskeiðinu var fjallað um mælitækið Evaluation of Social Interaction (ESI) sem notað er til að meta samskipti einstaklinga við ýmis tækifæri og er það næmt fyrir breytingum samskiptaþátta. Á síðara námskeiðinu var fjallað um þjónustuferlið Occupational Therapy Intervention Process Model (OTIPM).
Leiðbeinandi á námskeiðunum var bandaríski iðjuþjálfinn dr. Anne G. Fisher ScD,OT, FAOTA höfundur OTIPM þjónustuferlisins og einn af höfundum ESI mælitækisins. Auk kennslunnar vann hún að rannsóknarverkefnum með Guðrúnu Árnadóttur, sérfræðingi í iðjuþjálfun og umsjónarmanni þjónustu- og rannsóknarverkefna í iðjuþjálfun á Landspítala. Þær eiga margra ára rannsóknarsamvinnu að baki. Meðfylgjandi eru svipmyndir frá námskeiðunum.