Fimm gæðaverkefni á Landspítala fengu styrk þegar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti styrki til sex slíkra verkefna í heilbrigðisþjónustu. Ráðherrann afhenti styrkina 15. janúar 2015. Sérstök áhersla var lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga þar sem heildstætt mat á þörfum einstaklinga fyrir þjónustu er haft að leiðarljósi, í samræmi við verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017.
Gæðastyrkir af þessu tagi hafa verið veittir árlega frá 2001. Styrkirnir eru fyrst og fremst hugsaðar til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Gæðastyrkir af þessu tagi hafa verið veittir árlega frá 2001. Styrkirnir eru fyrst og fremst hugsaðar til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Verkefnin sex sem voru styrkt snúa meðal annars að bættari þjónustu við aldraða á Landspítala, þróun meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra vegna sjálfsskaða eða sjálfsvígshugsana og fjarlækninga, annars vegar verkefni á sviði fjarþjónustu talmeinafræðinga og hins vegar svefnmælingar með fjarþjónustu.
Nánar á vef velferðarráðuneytisins