Hjúkrunarráð Landspítala starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007) en í því eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans. Guðríður hefur unnið á hjartadeild 14EG frá útskrift úr BS námi 2002. Hún lauk diplómanámi í hjúkrun bráðveikra fullorðinna 2006, MS námi við Háskóla Íslands 2010 og er sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga.
Aðrar breytingar innan framkvæmdarstjórnar hjúkrunarráðs eru þær að Ragnheiður Guðmundsdóttir er nú varaformaður, var áður ritari og Guðrún Einarsdóttir tekur við af henni sem ritari. Guðrún var áður aðalmaður í stjórn hjúkrunarráðs fyrir flæðissvið.