Samningar tókust í kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins aðfaranótt 7. janúar 2015 á fundi hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðum félagsins var um leið aflýst. Samningurinn fer nú til kynningar meðal lækna og síðan atkvæðagreiðslu.
Skurðlækningafélag Íslands hefur einnig verið í kjaraviðræðum við ríkið en þeim hefur enn ekki lokið með samningi.
Samkvæmt verkfallsáætlun boða skurðlæknar aðgerðir á Landspítala 12. til 15. janúar hafi samningar ekki tekist.