C-boginn, röntgentæki og skyggnimagnari, til aðgerða á útlimabrotum hefur verið tekinn í notkun á bæklunarskurðdeild Landspítala. Tækið var keypt fyrir fé sem safnaðist Wow Cyclothon áheitahjólreiðakeppninni sem haldin var í júní 2014.
Þátttakendur í keppninni voru 520 og söfnuðust rúmar fimmtán milljónir króna. C-boginn er sérhannaður til handaskurðlækninga.