Fulltrúar úr hópi Vinavoða heimsóttu líknardeildina í Kópavogi þar sem sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, prestur deildarinnar, og Dóra Halldórsdóttir hjúkrunardeildarstjóri tóku á móti þeim og sýndu þeim starfsemina. Sr. Guðlaug Helga veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd þjónustu sálgæslu presta og djákna.
Gjöfin samanstendur af 23 sjölum eða treflum sem verða afhent skjólstæðingum sálgæslu presta og djákna. Gjöfin kemur að góðum notum í starfsemi einingarinnar.
Þess má geta að félagsskapurinn Vinavoðir þiggur gjarnan garn eða garnafganga sem fólk kann að eiga í fórum sínum og er hægt að hafa samband við Lindakirkju, s. 544 4477.
Mynd: Vinavoðir í Lindakirkju í Kópavogi færðu sálgæslu presta og djákna á Landspítala sjöl og trefla til að afhenda skjólstæðingum. Dís Gylfadóttir, Guðný Halldórsdóttir, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Dóra Halldórsdóttir og María Kristín Lárusdóttir - desember 2014