„Í vikunni hef ég átt fundi með yfirlæknum spítalans. Skilaboð þeirra eru ótvíræð – mikilvægi þess að deiluaðilar nái saman fyrir árslok er algert. Framundan er að öðrum kosti afar alvarleg staða strax á öðrum virkum degi nýs árs þegar áætlað er að víðtækar verkfallsaðgerðir hefjist. Áríðandi er að lausn deilunnar felist í samningum enda eru aðrar leiðir ávísun á enn frekari vandræði í íslenskri heilbrigðisþjónustu til langrar framtíðar.“
Páll Matthíasson í forstjórapistli 19. desember 2014