Framför, krabbameinfélags karla hefur lagt 1,5 milljónir króna í kaupin á línuhraðlinum á Landspítala. Þeir Guðmundur Örn Jóhannsson formaður, Hinrik Greipsson gjaldkeri og Einar Benediktsson stjórnarmaður afhentu styrkinn formlega 12. desember 2014. Margir hafa lagt sitt af mörkum til þess að tryggja að Landspítali réði yfir slíkum tækjabúnaði, af nýjustu tegund, til geislameðferðar krabbameinssjúkra og bættist Framför nú í þann hóp. Línuhraðalinn hefur reynst mjög vel síðan þetta nýja tæki var tekið í notkun. Gjöfin var afhent í minningu Odds heitins Benediktssonar prófessors, stofnanda Framfarar, krabbameinsfélags karla. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók við peningagjöfinni.
Leit
Loka