Sigurbergur Kárason hefur verið ráðinn yfirlæknir gjörgæslulækninga á Landspítala Hringbraut.
Sigurbergur lauk læknisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1990 og doktorsprófi frá Háskólanum í Gautaborg árið 2000. Auk þess hefur hann meistarapróf í stjórnun innan heilbrigðiskerfisins og lýðheilsu frá Háskóla Reykjavíkur. Hann starfaði í Gautaborg í sjö ár en var ráðinn sem sérfræðingur á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi árið 2002 og hefur starfað þar sem yfirlæknir frá árinu 2006. Hann hefur gegnt fastri kennslustöðu við læknadeild Háskóla Íslands síðastliðin tólf ár og sinnt handleiðslu lækna- og meistaranema. Auk þess hefur hann verið virkur í rannsóknarvinnu og ritstörfum.