Víðtækar verkfallsaðgerðir læknafélaganna (Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélags Íslands) á Landspítala
hefjast á miðnætti aðfaranótt 10. desember 2014. Þær munu standa til miðnættis 11. desember á flæðissviði, lyflækningasviði, geðsviði og skurðlækningasviði.
Verkfall Skurðlæknafélags Íslands hófst að morgni 9. desember og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 11. desember.
Almennt gildir að bráðatilvikum er sinnt venju samkvæmt á Landspítala alla verkfallsdaga en gera má ráð fyrir víðtækum áhrifum á almenna starfsemi spítalans.
Á lyflækningasviði eru áhrifin þessi helst:
Áhrif á flæðissviði eru þessi helst:
Áhrif á skurðlækningasviði eru þessi helst:
hefjast á miðnætti aðfaranótt 10. desember 2014. Þær munu standa til miðnættis 11. desember á flæðissviði, lyflækningasviði, geðsviði og skurðlækningasviði.
Verkfall Skurðlæknafélags Íslands hófst að morgni 9. desember og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 11. desember.
Almennt gildir að bráðatilvikum er sinnt venju samkvæmt á Landspítala alla verkfallsdaga en gera má ráð fyrir víðtækum áhrifum á almenna starfsemi spítalans.
Á lyflækningasviði eru áhrifin þessi helst:
- Starfsemi bráðalegudeilda verður eins og um helgar.
- Hjartagátt við Hringbraut verður opin eins og hefðbundið er á virkum dögum og verður þar tekið á móti sjúklingum með bráð hjartavandamál.
- Göngudeildir lækna á lyflækningasviði verða lokaðar en undir þær heyra göngudeild blóðlækninga, gigtlækninga, hjartalækninga, innkirtlalækninga, krabbameinslækninga, lungnalækninga, nýrnalækninga, meltingarlækninga, ofnæmislækninga og taugalækninga.
- Dregið er úr starfsemi dagdeilda en sjúklingar sem eru í reglubundinni krabbameinslyfjameðferð á dagdeild halda sinni meðferð áfram samkvæmt plani.
- Rannsóknir sem ekki eru bráðarannsóknir, svo sem magaspeglanir, ristilspeglanir, lungnarannsóknir, ofnæmispróf, áreynslupróf, hjartaþræðingar og hjartaómskoðanir eru ekki framkvæmdar þessa daga.
- Rannsóknir sem teljast bráðarannsóknir og metið er að ekki megi bíða fram yfir þessa verkfallsdaga verða framkvæmdar.
- Bráðatilvikum verður sinnt en biðtími á bráðamóttöku fyrir þá sem hafa minni háttar áverka eða veikindi gæti lengst.
- Bókaðar endurkomur á bráða- og göngudeild falla niður.
- 5 daga deild á Landakoti verður lokuð.
Áhrif á geðsviði eru þessi helst:
- Bókaðir tímar hjá læknum á göngudeildum geðdeilda falla niður (göngudeild fíknigeðdeildar, almenn göngudeild við Hringbraut og göngudeild á Kleppi).
- Bráðatilvikum verður sinnt að vanda.
- Starfsemi á skurðstofum og svæfingadeildum miðast við bráðastarfsemi.
- Göngudeild augnlækninga (Ei 37) verður lokuð.
- Ekki verður hægt að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerð á innskriftarmiðstöð (10E og B3) verkfallsdagana. Símainnskrift svæfingarhjúkrunarfræðinga verður í eðlilegum farvegi.