„Mikið álag hefur verið á deildir Landspítala og hefur framkvæmdastjórn þurft að funda endurtekið í vikunni til að ráða fram úr því verkefni hvernig á að koma öllum þeim fyrir sem þurfa innlögn. Enn ein mósasýkingin, nú á gigtar- og almennri lyflækningadeild B7, og sú tímabundna fækkun á legurýmum sem þeirri sýkingu fylgir er kornið sem fyllir mælinn að þessu sinni. Það er hins vegar löngu ljóst að spítalinn þarf að að auka svigrúm sitt til að bregðast við auknu álagi, það er of langt að bíða þeirrar lausnar sem nýjar spítalabyggingar verða. “
Páll Matthíasson fjallar í forstjórapistli um álagið á spítalanum, árangur og frammistöðu Landspítala og hvatningarstyrki til sterkra rannsóknarhópa. Hann brýnir jafnframt deiluaðila í læknadeilu til þess að setja alla sína orku í að finna lausn.