Fjölskylda Hilmis Högnasonar frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum og Öldu Björnsdóttur, eiginkonu hans, hefur fært leikstofu Barnaspítala Hringsins að gjöf bókina „Litla Lundapysjan“ sem er eftir Hilmi. Hún hefur verið gefin út á 8 tungumálum og fékk leikstofan eina bók á hverju þeirra; íslensku, dönsku, sænsku, norsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Það kemur sér vel á leikstofunni því þar dvelja oft börn af erlendum uppruna.
Hilmir er 91 árs og Alda 86 ára og þau búa nú í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Gunnar Júlíusson teiknari, sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja, teiknaði myndirnar í bókinni. Útgefandi er Örn Hilmisson, sonur höfundarins.
Með gjöfinni færir fjölskylda Hilmis og Öldu kærar kveðjur og þakkar fyrir gott starf á Barnaspítala Hringsins. Þau hjón eignuðust átta börn sem komust öll á legg við góða heilsu. „Það er ekki sjálfgefið“, segir Alda. Eitt barnabarnabarn hefur notið þjónustu spítalans.
Þrjú barnabarnanna fæddust 2. desember og voru bækurnar afhentar á afmælisdegi þeirra 2014. Börn Andra, eins af afmælisbörnunum, þau Heimir Örn og Lilja Björk, afhentu gjöfina fyrir hönd langafa síns. Svo vill til að móðuramma þeirra tengist barnaspítalanum beint því hún er deildarstjóri vökudeildarinnar.
Með gjöfinni færir fjölskylda Hilmis og Öldu kærar kveðjur og þakkar fyrir gott starf á Barnaspítala Hringsins. Þau hjón eignuðust átta börn sem komust öll á legg við góða heilsu. „Það er ekki sjálfgefið“, segir Alda. Eitt barnabarnabarn hefur notið þjónustu spítalans.
Þrjú barnabarnanna fæddust 2. desember og voru bækurnar afhentar á afmælisdegi þeirra 2014. Börn Andra, eins af afmælisbörnunum, þau Heimir Örn og Lilja Björk, afhentu gjöfina fyrir hönd langafa síns. Svo vill til að móðuramma þeirra tengist barnaspítalanum beint því hún er deildarstjóri vökudeildarinnar.
Mynd: Bækur um Litlu Lundapysjuna gefnar leikstofu Barnaspítala Hringsins - Gróa Gunnarsdóttir leikskólakennari, Margrét O. Thorlacius deildarstjóri, Heimir Örn Andrason, Hrefna Hilmisdóttir, Heiða Lind Heimisdóttir og Lilja Björk Andradóttir - desember 2014.