Starfsmenn Landspítala hefja upp raust sína og koma fram í þættinum Óskalög þjóðarinnar sem Sjónvarpið sýnir um þessar mundir. Þetta er skemmtiþáttur þar sem þjóðin fær tækifæri til að velja og heyra óskalögin sín. Í hverjum þætti eru tekin fyrir þau fimm lög sem þjóðin hefur valið í netkosningu. Þessi óskalagaþáttur er á dagskrá á laugardagkvöldum kl. 19:40. Í þættinum 6. desember 2014 leggja spítalastarfsmenn sitt af mörkum. Söngurinn var tekinn upp í K-byggingunni á Landspítala Hringbraut 30. nóvember.