Starfsfólk á Ásgarði gaf Barnaspítalanum tréleikföng
Starfsfólk
Ásgarðs í Mosfellsbæ, undir stjórn Hilmis Þórs, sérsmíðuðu dúkkuhús, kisuhurðastoppara, dúkkuvagn og fleira og færðu Barnaspítala Hringsins að gjöf. Þetta eru vönduð og sterk leikföng fyrir breiðan aldur barna. Fulltrúa gefanda afhentu leikföngin í leikstofunni á Barnaspítala Hringsins 27. nóvember 2014.
Handverkstæðið Ásgarður var stofnað 1993 og hefur starfsleyfi frá velferðarráðuneyti sem verndaður vinnustaður. Þar starfa nú 30 þroskahamlaðir einstaklingar ásamt 7 leiðbeinendum.
Jólamarkaður Ásgarðs 2014
Mynd: Starfsfólk á handverkstæðinu Ásgarði færði Barnaspítalanum tréleikföng. Sigurbjörn Guðmundsson og Ingþór S. Ísleifsson. Með þeim eru Sigurbjörg A. Guttormsdóttir og ungur sjúklingur, Ríkharð Valur - nóvember 2014