Margnota matarbox hafa verið tekin í notkun í matsölum á Landspítala fyrir heitan mat og salat. Þau koma í stað frauðplastboxa sem hafa verið notuð í þessum tilgangi.
Starfsfólkið hjá eldhúsi og matsölum Landspítala vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Það stefnir að því að fá Svansvottun fyrir starfsemina og vinnur meðal annars markvisst að því minnka matarsóun, plastnotkun og auka flokkun úrgangs. Þess vegna var ákveðið að skipta alveg út frauðplastboxunum fyrir margnota matarbox og pappabox. Við þetta munu sparast rúmlega 70 þúsund frauðplastbox á ári eða um 90 Hallgrímskirkjuturnar, ef þeim væri staflað upp.
Það munar um minna!