Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands á skurðlækningasviði og geðsviði standa frá miðnætti aðfaranótt 26. nóvember til miðnættis 27. nóvember 2014. Unglæknar og augnlæknar á skurðlækningasviði tilheyra Læknafélagi Íslands.
Almennt gildir að bráðatilvikum er sinnt venju samkvæmt á Landspítala alla verkfallsdaga.
Áhrif á skurðlækningasviði eru þessi helst:
- Starfsemi á skurðstofum og svæfingadeildum miðast við bráðastarfsemi.
- Göngudeild augnlækninga (Ei 37) verður lokuð.
- Ekki verður hægt að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerð á innskriftarmiðstöð (10E og B3) verkfallsdagana. Símainnskrift svæfingahjúkrunarfræðinga verður í eðlilegum farvegi.
Áhrif á geðsviði eru þessi helst:
- Bókaðir tímar hjá læknum á göngudeildum geðdeilda falla niður (göngudeild fíknigeðdeildar, almenn göngudeild við Hringbraut og göngudeild á Kleppi).