Dagskráin hefst með málþingi fimmtudaginn 27. nóvember. Einnig verða kynningar á vegum samtakanna sem hefjast kl. 14:00 bæði föstudaginn 28. nóvember og laugardaginn 29. nóvember þar sem staðan á verkefninu verður kynnt, þ.e. nýbyggingaráform í tengslum við endurbætur á Landspítala.
Markmið Spítalans okkar er að framkvæmdir við nýbyggingar Landspítala hefjist hið fyrsta svo tryggja megi örugga heilbrigðisþjónustu í landinu.
Málþing 27. nóvember, kl. 14:00-16:00
Fundarstjóri: Gunnar Hansson, leikari og útvarpsmaður
Allir velkomnir
Blásarahópurinn Ventus Brass leikur létt lög frá kl. 13:30
Stutt ávörp:
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Gísli Georgsson verkfræðingur
Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarmaður Spítalans okkar
Jóhannes M. Gunnarsson læknir
Jónas Helgason, menntaskólakennari á Akureyri
Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flytur lokaorð
Um Spítalann okkar:
Spítalinn okkar - landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala voru stofnuð 9. apríl 2014. Stofnfélagar voru um 300 manns, áhrifafólk um allt land. Markmið félagsins er að afla stuðnings meðal almennings og stjórnvalda við nauðsynlegar úrbætur á húsakosti spítalans, að kynna fyrirliggjandi áætlanir um endurnýjun og viðbætur við húsnæði spítalans og að draga fram valkosti í fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.
Nánari upplýsingar um samtökin eru á www.spitalinnokkar.is og á Facebooksíðu samtakanna.
___________________________________________________
Myndirnar voru teknar á málþinginu í Ráðhúsinu 27. nóvember 2014.