Tekið hefur verið í notkun nýtt beiðnablað fyrir veirufræðideild Landspítala.
Hægt er að nálgast eyðublaðið á vef spítalans undir Þjónustuhandbók rannsókna eða Eyðublöð.
Hægt er að nálgast eyðublaðið á vef spítalans undir Þjónustuhandbók rannsókna eða Eyðublöð.
Þetta beiðnablað sameinar þrjú eldri beiðnablöð (Beiðni fyrir blóðvatnspróf, Beiðni fyrir eyðni- og lifrarbólgupróf og Beiðni fyrir veiruræktun og/eða veiruleit) og á því er viðbót vegna rannsókna fyrir syphilis, Toxoplasma gondii og Helicobacter pylori sem nú eru gerðar á veirufræðideild.
Eldri eyðublöð fyrir mæðravernd verða áfram notuð.