Á miðnætti aðfaranótt 24. nóvember 2014 hefjast verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítala. Almennt gildir að bráðatilvikum er sinnt venju samkvæmt á spítalanum alla verkfallsdaga en gera má ráð fyrir áhrifum á alla aðra starfsemi. Verkfallsaðgerðir ná til flæðissviðs 24. og 25. nóvember (bráðamóttaka, endurhæfingardeildir, öldrunardeildir o.fl.), sem og aðgerðasviðs (gjörgæsla, skurðstofur, speglanir, svæfing, blóðbanki o.fl.) og geðsviðs og skurðlækningasviðs 26. og 27. nóvember.
Áhrif á flæðissviði (24. og 25. nóvember) eru þessi helst:
Áhrif á aðgerðasviði:
Áhrif á flæðissviði (24. og 25. nóvember) eru þessi helst:
- Bráðatilvikum verður sinnt en biðtími á bráðamóttöku fyrir þá sem hafa minni háttar áverka eða veikindi gæti lengst.
- Bókaðar endurkomur á bráða- og göngudeild falla niður.
- 5 daga deild á Landakoti verður lokuð.
- Klínísk kennsla fellur niður.
- Starfsemi á Grensási mun að mestu haldast óbreytt.
Starfsemi bráðalegudeilda verður eins og um helgar. Öllum bráðatilvikum verður sinnt eins og venjulega þessa verkfallsdaga.
- Starfsemi á skurðstofum og svæfingardeildum miðast við bráðastarfsemi.
- Ekki verður hægt að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerð á innskriftarmiðstöð (10E og B3) verkfallsdagana. Símainnskrift svæfingarhjúkrunarfræðinga verður í eðlilegum farvegi.
- Blóðbanki mun afgreiða allar bráðabeiðnir um blóð og blóðhluta 24. og 25. nóvember.
- Valrannsóknir sem þarfnast svæfingar dagana 24. og 25. nóvember falla niður.
- Aðgerðir tannlækna á þriðjudag falla niður vegna verkfalls svæfingarlækna.