Nýjum tækjabúnaði komið fyrir á rannsóknarkjarna í K-byggingu í nóvember 2014. Erlendir sérfræðingar frá fyrirtækjunum Roche Diagnostics og Thermo Scientific setja búnaðinn upp.
Samningurinn nær einnig til sjálfvirks tækjabúnaðar fyrir forgreiningarfasa á sjúklingasýnum sem koma til rannsókna (skráning og skilvindur), færibanda milli rannsóknartækja og eftirgreiningarfasa sýna (sjálfvirk kæligeymsla og uppskipting sýna). Þessi hluti búnaðarins er frá fyrirtækinu Thermo Scientific.
Til þess að geta komið nýjum búnaði fyrir í húsnæði rannsóknarkjarna við Hringbraut þurfti að ráðast í mikla endurskipulagningu og breytingar. Endurskipulagningin var unnin af stórum hópi starfsfólks og var stuðst við hugmyndafræði “lean” við vinnuna.
Starfsmenn rekstarsviðs hófu framkvæmdir við endurskipulagninguna í ágúst og er nú stórum áfanga náð. Góð samvinna allra sem komið hafa að verkinu hefur gert mögulegt að halda starfsemi rannsóknarkjarnans óbreyttri meðan á þessu hefur staðið.
Gert er ráð fyrir að stór hluti tækjanna verði tekin í notkun í desember og að hann verði kominn í fulla notkun í upphafi árs 2015.
Sjá ljósmyndirnar sem voru teknar 13. nóvember