Nemendur í Hagaskóla hafa fært krabbameinslækningadeild 11E og dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11B á Landspítala gjafir sem voru keyptar fyrir fé sem safnaðist með góðgerðardegi í skólanum 29. október 2014. Nemendurnir færðu deildunum tvo blóðþrýstingsmæla á fæti, 3 iPad spjaldtölvur og 1 Laz-y-boy stól. Söfnunardagurinn nefndist Gott mál og söfnuðust rúmlega 2 milljónir króna. Nemendurnir ákváðu að styrkja krabbameinslækningadeildina og Rachel Corrie Foundation í Palestínu. Upphæðin skiptist jafnt þar í milli. Deildarstjórar deildanna tveggja tóku við gjöfunum í Hagaskóla.
Leit
Loka