Hátíðardagskrá verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut 14. nóvember 2014 í tilefni af því að 20 ár verða þá liðin síðan göngudeild barna og unglinga með sykursýki var stofnuð á Landkotsspítala.
Göngudeildin er nú staðsett á göngudeild barna á Barnaspítala Hringsins.
Göngudeildin er nú staðsett á göngudeild barna á Barnaspítala Hringsins.
Nýgreiningum barna og unglinga með sykursýki fer stöðugt fjölgjandi og nú starfa 3 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar, næringarráðgjafi, sálfræðingur og félagsráðgjafi í þverfaglega teyminu.
Hátíðardagskrá kl. 14:00-16:00
Fundarstjóri: Ragnar Bjarnason, yfirlæknir
Stofnun göngudeildarinnar
-Árni Þórsson, barnalæknir
Starfið í máli og myndum
-Elísabet Konráðsdóttir barnahjúkrunarfræðingur
Svamlað í djúpu lauginni, sýn móður barns með sykursýki
-Ingibjörg Halla Hjartardóttir
Nýjungar í meðferð
-Soffía Jónasdóttir barnalæknir
Boðið verður upp á veitingar í lok dagskrár
Tónlistaratriði: Ellen Kristjánsdóttir
Allir hjartanlega velkomnir