Veruleg röskun hefur orðið á reglulegri starfsemi Landspítala vegna verkfalls læknafélaganna. Afboða hefur þurft yfir 1.000 dag- og göngudeildarkomur og 250 skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verið frestað. „Framundan er að vinna á biðlistum sem nú hafa lengst og var þó nóg fyrir. Í næstu viku verður hlé á verkfallsaðgerðum og vil ég brýna fyrir deiluaðilum að nýta tímann vel. Landspítali er þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægur hlekkur í öryggi landsmanna og má ekki við að þessar deilur hafi frekari áhrif,“ segir Páll Matthíasson forstjóri.
Leit
Loka