Á miðnætti aðfaranótt 3. nóvember 2014 hefjast verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands og að morgni 4. nóvember hefst verkfall Skurðlæknafélags Íslands. Almennt gildir að bráðatilvikum er sinnt venju samkvæmt á Landspítala alla verkfallsdaga en gera má ráð fyrir áhrifum á alla aðra starfsemi.
Verkfallsaðgerðir ná þessa daga til flæðissviðs 3. og 4. nóvember (bráðamóttaka, endurhæfingadeildir, öldrunardeildir o.fl.), aðgerðasviðs 3.-6. nóvember (gjörgæsla, skurðstofur, speglanir, svæfing, blóðbanki o.fl.) og geðsviðs 5. og 6. nóvember.
Áhrif á flæðissviði (3. og 4. nóvember) eru þessi helst:
- Bráðatilvikum verður sinnt en biðtími á bráðamóttöku fyrir þá sem hafa minni háttar áverka eða veikindi gæti lengst.
- Bókaðar endurkomur á bráða- og göngudeild falla niður.
- 5 daga deild á Landakoti verður lokuð.
- Klínísk kennsla fellur niður.
- Starfsemi á Grensási mun að mestu haldast óbreytt.
Áhrif á aðgerðasviði og skurðlækningasviði (3., 4. og 5. nóvember) eru þessi helst:
- Starfsemi bráðalegudeilda verður eins og um helgar. Öllum bráðatilvikum verður sinnt eins og venjulega þessa verkfallsdaga.
- Starfsemi á skurðstofum og svæfingadeildum miðast við bráðastarfsemi.
- Göngudeildir skurðlækna verða lokaðar dagana 4.-6. nóvember. Undir þær heyra göngudeild almennra skurðlækna (10E), göngudeild þvagfæralækninga (11A), göngudeild bæklunarlækninga (G3), göngudeild háls-, nef- og eyrnalækninga HNE (B3), göngudeild lýtalækninga (B3), göngudeild æðaskurðlækninga og göngudeild heila- og taugaskurðlækninga (B3). Göngudeildarkomur til annarra en lækna haldast óbreyttar.
- Göngudeild augnlækninga (Ei 37) verður lokuð dagana 5. og 6. nóvember.
- Ekki verður hægt að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerð á innskriftarmiðstöð (10E og B3) verkfallsdagana. Símainnskrift svæfingahjúkrunarfræðinga verður í eðlilegum farvegi.
- Blóðbanki mun afgreiða allar bráðabeiðnir um blóð og blóðhluta 3. og 4. nóvember.
- Valrannsóknir sem þarfnast svæfingar dagana 3. og 4. nóvember falla niður.
- Aðgerðir tannlækna á þriðjudag falla niður vegna verkfalls svæfingalækna.
Áhrif á geðsviði (5. og 6. nóvember) eru þessi helst:
- Bókaðir tímar hjá læknum á göngudeildum geðdeilda falla niður (göngudeild fíknigeðdeildar, almenn göngudeild við Hringbraut og göngudeild á Kleppi).
- Bráðatilvikum verður sinnt að vanda.