Á miðnætti aðfaranótt 27. október 2014 hófst tveggja daga verkfall lækna á kvenna- og barnasviði og rannsóknarsviði Landspítala.
Mönnun lækna þessa daga er lögum samkvæmt og leitast er við að tryggja bráðastarfsemi og öryggi sjúklinga.
Bein áhrif á rannsóknarsviði eru þessar helstar:
Mönnun lækna þessa daga er lögum samkvæmt og leitast er við að tryggja bráðastarfsemi og öryggi sjúklinga.
Bein áhrif á rannsóknarsviði eru þessar helstar:
- Bókaðar rannsóknir þessa daga falla niður. Fólki verður boðinn annar tími síðar.
- Klínísk kennsla fellur niður.
- Bráðatilvikum verður sinnt.
Vegna verkfalls á rannsóknarsviði þarf að fresta tugum skurðaðgerða á spítalanum 27. október
Á kvenna- og barnasviði eru helstu áhrif þessi:
- Öll valstarfsemi leggst af.
- Starfsemi Rjóðursins er óbreytt.
- Fæðingarþjónusta er að mestu óbreytt en valkeisaraskurðir verða færðir og 5 daga nýburaskoðun nýburalækna fellur niður.
- Göngudeild mæðraverndar verður lokuð nema bráðatilfellum verður sinnt en móttaka þungaðra kvenna með er sykursýki óbreytt.
- Fóstugreiningardeild tekur á móti konum sem koma í reglubunda skimun (12 og 20 vikur) og einnig vaxtarsónar (ljósmæður sinna þessari þjónustu eins og alltaf). Önnur starfsemi liggur niðri.
- Göngudeild og dagdeild kvenlækninga er lokuð.
- Bráðamóttaka barna er opin eins og venjulega fyrir bráðakomur. Búast má við auknu álagi vegna þess að læknar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru einnig í verkfalli þessa daga.
- Göngudeild Barnaspítalans verður að mestu lokuð. Göngudeildarstarfsemi sérfræðinga í hjúkrun er þó óbreytt þessa daga.
- Göngudeild BUGL sinnir bráðatilfellum. Einning er óbreytt starfsemi hjá sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og öðrum fagaðilum þar sem læknar hafa ekki aðkomu að heimsókninni.
Verkfall er nú á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem og heilbrigðisstofnunum um landið. Búast má við meira álagi á bráðamóttökur vegna þessa.