Alþjóðadagur iðjuþjálfunar er 27. október. Í tilefni dagsins halda iðjuþjálfar á Landspítala upp á hann með ýmsum hætti á starfsstöðvum sínum.
Þann 7. nóvember 2014 verður síðan haldið málþing á vegum fagráðs iðjuþjálfunar LSH.
Þann 7. nóvember 2014 verður síðan haldið málþing á vegum fagráðs iðjuþjálfunar LSH.
Iðjuþjálfun er vaxandi starfsgrein um allan heim. Nú starfa um 40 iðjuþjálfar innan Landspítala og eru viðfangsefni þeirra margvísleg.
Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu á daglegri iðju einstaklingsins. Með daglegri iðju er átt við allt sem fólk innir af hendi í daglegu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna ýmis störf er nýtast samfélaginu og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.