Stómasamtök Íslands gáfu skurðlækningadeild 12G tölvu fyrir sjúklinga í október 2014 - Ingibjörg Guðmundsdóttir sjúkraliði, Margrét Ólafsdóttir sjúkraliði, Eva Bergmann stjórnarmaður og Jón Þorkelsson formaður Stómasamtakanna, Elín María Sigurðardóttir deildarstjóri, Guðrún Jóna Sigurðardóttir stómahjúkrunarfræðingur, Kristrún Skarphéðinsdóttir hjúkrunarnemi og Oddfríður R. Jónsdóttir stómahjúkrunarfræðingur. Við tölvu er Jakobína Stefánsdóttir sjúkraliði.
Hugmynd að gjöfinni kviknaði þegar einn af stjórnarmönnum samtakanna þurfti að dvelja á spítalanum síðastliðið sumar og fara nokkuð milli deilda vegna lokana á sumarleyfistímanum. Stjórnarmanninum fannst munur á hvernig deildir væru staddar varðandi aðstöðu og aðbúnað sjúklinga. Þar færi skurðlækningadeild 12G nokkuð halloka í samanburði og full ástæða væri til að leggja henni lið. Til dæmis væri þar ekki tölva fyrir sjúklinga og slíkt gengi ekki á 21. öldinni. Úr því yrði að bæta og það var gert.