MND félagið hefur fært sjúkraþjálfun í Fossvogi að gjöf Nustep T4r fjölþjálfa með fylgihlutum. Tækið nýtist til alhliða þjálfunar sjúklinga sem koma þar til sjúkraþjálfunar. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, og eiginkona hans, Hallfríður Reynisdóttir, afhentu tækið 21. október 2014. Félagið hefur undanfarin ár fært sjúkraþjálfuninni í Fossvogi fjölmargar gjafir og þannig verið starfseminni ómetanlegur bakhjarl.
Á sama tíma afhenti Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi sjúkraþjálfuninni í Fossvogi 150 þúsund króna styrk upp í kaup á Biotex göngubretti sem hefur nú verið tekið í notkun.
Göngubrettið er með sérstillingum sem henta vel til sjúkraþjálfunar.
Mynd að ofan: Sjúkraþjálfun í Fossvogi fékk fjölþjálfa frá MND félaginu og göngubretti frá Kiwanisklúbbnum Eldey - Kiwanismennirnir Ingólfur Arnar Steindórsson, Gestur Karlsson, Steingrímur Hauksson og Sævar Hlöðversson. Ragnheiður S. Einarsdóttir yfirsjúkraþjálfari Landspítala, Bára Benediktsdóttir, mannauðsráðgjafi flæðissviðs, Sara Hafsteinsdóttir, yfirsjúkraþjálfari Fossvogi og hjónin Hallfríður Reynisdóttir og Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins.