Byggiðn - Félag byggingamanna, ákvað á aðalfundi sínum 2014 að styrkja kaup á róbót til skurðlækninga á Landspítala um eina milljón króna. Finnbjörn Aðalvíkingur Hermannsson, formaður félagsins, afhent féð í söfnunarsjóð um aðgerðarþjarkann 20. október 2014.
Byggiðn - Félag byggingamanna rekur tilvist sína til stofnunar Trésmiðafélags Reykjavíkur árið 1899 og stofnunar Trésmiðafélags Akureyrar árið1904 sem síðar varð Félag byggingamanna Eyjafirði. Með sameiningu þessara félaga varð til Byggiðn - Félag byggingamanna sem er öflugt félag sem beitir sér fyrir hagsmunum félagsmanna í hvívetna. Trésmiðafélögin og nú Byggiðn hafa ávallt látið til sín taka í öllum samfélagsmálum sem geta komið félagsmanninum til góða. Því þótti við hæfi þegar hafin var söfnun um kaup á aðgerðarþjarka á Landspítala að styrkja verkefnið. Félagsmennirnr telja sig þannig vera að bæta eigin lífsgæði svo og annarra landsmanna sem kunna að þurfa á aðstoð læknavísindanna að halda með svona tæki.