Dr. Sigurður Páll Pálsson sérfræðilæknir hefur verið endurráðinn í stöðu yfirlæknis réttar- og öryggisgeðdeildar Landspítala til næstu 5 ára frá 1. október 2014.
Sigurður Páll hefur gegnt stöðu yfirlæknis réttar- og öryggisgeðdeildar frá 1. október 2009. Staðan var endurauglýst samkvæmt reglum Landspítala um ráðningu yfirmanna og var Sigurður Páll eini umsækjandinn. Hann hefur verið verið starfandi sérfræðilæknir á hinum ýmsu geðdeildum LSH frá hausti 1996. Frá 1. apríl 2009 starfaði hann sem settur yfirlæknir að Sogni þar til deildin var flutt á Klepp. Sigurður lauk doktorsprófi árið 2000 frá Gautaborgarháskóla.