Bleiki dagurinn er 16 október. Dagurinn er hluti af árveknisátaki Krabbameinsfélagsins sem er tileinkað konum og krabbameini. Starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga 11B ákvað að halda 16. október 2014 hátíðlegan og bjóða sjúklingum að taka þátt í því líka. Passionbakarí í Álfheimum bauð sjúklingum og aðstandendum upp á bleikar bollakökur, Nói-Síríus bleika súkkulaðimola og Vífilfell bauð upp á gosdrykk.
Allir kunnu vel að meta tilbreytinguna og gerðu veitingunum góð skil. Starfsfólkið klæddist bleiku eins og við var komið og það mátti sjá bleikt hárskraut, sokka, skó, eyrnalokka og slaufur.
Bleikt þema var einnig í mataræði starfsmanna þennan daginn með allt frá bleikum kökum, drykkjum og brauði yfir í bleikt salat!.
Bleikt þema var einnig í mataræði starfsmanna þennan daginn með allt frá bleikum kökum, drykkjum og brauði yfir í bleikt salat!.