Hálft maraþon skilaði hvíldarstólum á almenna skurðdeild 12G
La-Z-Boy gefinn almennri skurðdeild 12G á Landspítala í október 2014. Jón Þráinn Magnússon og Elín María Sigurðardóttir deildarstjóri. Aftan við Helga og Kolbrún, dætur Jóns og tveir starfsmanna deildarinnar, Bertha Sigurðardóttir og Inga Valdimarsdóttir.
Almennri skurðdeild 12G á Landspítala Hringbraut hafa verið færðir að gjöf tveir La-Z-Boy hvíldarstólar. Gefendur eru Helga og
Kolbrún Jónsdætur. Tildrögin eru þau að faðir þeirra, Jón Þráinn Magnússon, var sjúklingur á deildinni í nokkra mánuði á árinu 2013. Systurnar vildu þakka fyrir dvölina með því að færa sjúklingum á deildinni eitthvað sem kæmi að góðu gagni og hvíldarstólarnir urðu fyrir valinu. Aðeins einn slíkur var á deildinni fyrir. Svona stólar koma sér vel með því að fara með þá inn á stofur og gefa sjúklingum kost á að sitja í þeim og hvíla sig þannig frá langri rúmlegu. Kolbrún og Helga keyptu stólana hjá Dorma og söfnuðu fyrir þeim með því að fara hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar í nafni föður síns!