Frá sýklafræðideild Landspítala
október 2014:
Þau blóðvatnspróf sem hingað til hafa verið framkvæmd á sýklafræðideild verða héðan í frá gerð á veirufræðideild, nema kuldakekkjun og Anti-Streptolysin O (ASO/AST) sem munu flytjast á rannsóknakjarna - klíníska lífefnafræði og blóðmeinafræði.
Samhliða þessum breytingum hefur, í samræmi við nýlegar alþjóðlegar leiðbeiningar 1) verið ákveðið að gera breytingar á syphilisprófum og taka upp mælingu á sértækum mótefnum (IgM og IgG) gegn Treponema pallidum með sk. “Electrochemiluminescence Immunoassay” (ECLIA). Rannsóknin er gerð í "Cobas immunoassay analyzer" sem staðsettur er á veirufræðideild í Ármúla 1a.
Jafnframt verður tekin upp „Treponema Pallidum Particle Agglutination Assay“ – TPPA, í stað TPHA. Þessar tvær rannsóknir nota báðar sama treponemal mótefnavakann en í TPPA er hann tengdur við gelatin-agnir í stað rauðra blóðkorna í TPHA. TPPA hefur reynst næmara og sértækara en TPHA 2).
RPR verður áfram notað sem „non-treponemal“ próf. Hætt verður að gera FTA-Abs.
ECLIA prófið verður notað til skimunar á öllum sýnum sem berast til syphilisprófa. Jákvæð sýni skv. ECLIA-prófi verða staðfest með öðru treponemal prófi, TPPA og jafnframt gert non-treponemal próf, RPR.
Ef klínískur grunur er um nýlega sýkingu verða öll prófin gerð strax.
Nánari upplýsingar um syphilisprófin má finna í þjónustuhandbók rannsóknarsviðs.
1) 2014 European Guideline on the Management of Syphilis. Produced on behalf of the following organisations: IUSTI Europe; the European Academy of Dermatology and Venereology (EADV); the European Dermatology Forum (EDF); the European Society of Clinical Microbiology and Infectious Diseases (ESCMID); the Union of European Medical Specialists (UEMS). The European Centre for Disease Prevention and Control (ECDC) and the European Office of the World Health Organisation (WHO-Europe) also contributed to their development
2) MHRA 04007. Five syphilis agglutination assays. Medicines and Healthcare Products Regulatory Agency, London 2004. www.mhra.gov.uk