„Ég veit að það fór því um marga starfsmenn og aðra velunnara þjóðarsjúkrahússins við að heyra orð fjármálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sem sumir skildu sem svo að uppbygging Landspítala væri ekki á döfinni. Ég hef hins vegar rætt við bæði heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra síðan og þeir staðfesta báðir að verið er að vinna að fjármögnun meðferðarkjarna og rannsóknarkjarna á Landspítalalóð. Fjármálaráðherra hefur staðfest við mig að þetta er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar og að hann styður uppbyggingu Landspítala á grundvelli fyrirliggjandi hönnunar. “
Páll Matthíasson hefur verið forstjóri Landspítala í eitt ár. Í forstjórapistlinum segir hann margt hafa gengið í haginn en annað vera enn ógert.