Berglind lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998. Hún lagði stund á framhaldsnám í klínískri sálfræði við Ríkisháskóla New York ríkis í Buffaló, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hún lauk þaðan meistaraprófi árið 2004 og doktorsprófi árið 2006 með áherslu á kvíðaraskanir og afleiðingar áfalla.
Berglind varð löggiltur sálfræðingur á Íslandi 2006 og hefur verið klínískur dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands frá 2010 og sérfræðingur í klínískri sálfræði frá 2012. Hún hefur starfað sem sálfræðingur við Landspítala frá 2006, verið verkefnastjóri áfallateymis bráðasviðs og geðsviðs frá 2010 og yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu geðsviðs frá 2012.
Berglind hefur víðtæka reynslu sem klínískur sálfræðingur og hefur verið virk í rannsóknum og í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi samhliða klínískum störfum. Hún hefur verið stundakennari og hefur sinnt handleiðslu nema í starfsnámi og við lokaverkefni þeirra við Háskóla Íslands frá 2007. Berglind hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða á Íslandi tengd afleiðingum og úrvinnslu áfalla og er varaformaður Félags um hugræna atferlismeðferð.
Berglind Guðmundsdóttir ráðin dósent í sálfræði á fræðasviði geðsjúkdóma
Berglind Guðmundsdóttir hefur verið hefur verið ráðin dósent í sálfræði á fræðasviði geðsjúkdóma við læknadeild frá 1. október 2014 samhliða starfi yfirsálfræðings á geðsviði Landspítala.