„Þjónusta við mikið veika eða slasaða sjúklinga er ekki undir sama þaki á Landspítala og það er ein stærsta öryggisógnin í meðferð og umönnun þeirra. Öryggisógnin er raunveruleg og ekki bara orð sem við notum í umræðunni. Flutningur mikið veikra sjúklinga til rannsókna eða meðferða milli húsa, jafnvel þó aðeins sé um 4 km ferð að ræða, getur reynst örlagaríkur. Þá eru ótalin þau óþægindi sem þessu fylgir fyrir sjúklinginn og það óhagræði sem slíkir flutningar valda fyrir rekstur spítalans. Sem dæmi má nefna að bilun í sneiðmyndatæki í Fossvogi hefur enn valdið vanda síðustu daga.“
Páll Matthíasson fjallar um brýna þörf á nýjum húsakosti fyrir Landspítala í forstjórapistli sínum og fagnar því að heilbrigðisráðherra boði tillögur um framgang málsins á fyrri hluta næsta árs.