Reykjavíkurborg veitti Landspítala árlega samgönguviðurkenningu sína við athöfn í Ráðhúsinu 19. september 2014, við lok evrópsku samgönguvikunnar. Auk þess fékk Landspítali Hjólaskálina fyrir stuðning við hjólreiðar starfsfólks.
Spítalinn setti sér samgöngustefnu árið 2011 og síðar umhverfisstefnu. Í maí 2014 var byrjað að bjóða starfsmönnum að gera samgöngusamning og njóta með honum fjárhagslegs stuðnings við að ferðast með vistvænum hætti. Aðstæður hjólreiðamanna hafa verið bættar, meðal annars með endurbættum hjólastæðum og starfsfólk nýtur afsláttar í strætó.
Spítalinn setti sér samgöngustefnu árið 2011 og síðar umhverfisstefnu. Í maí 2014 var byrjað að bjóða starfsmönnum að gera samgöngusamning og njóta með honum fjárhagslegs stuðnings við að ferðast með vistvænum hætti. Aðstæður hjólreiðamanna hafa verið bættar, meðal annars með endurbættum hjólastæðum og starfsfólk nýtur afsláttar í strætó.
Nánar um viðurkenningu fyrir vistvænar samgöngur og Hjólaskálina á vef Reykjavíkurborgar
Í forstjórapistlinum 19. september